Tuesday, November 24, 2009

Harley

Rakst á fagran fák á Laugarveginum um daginn. Skemmtilegt look í gangi og ansi athyglisvert. Sjálfssagt búið að eyða smá tíma og peningum í þennan fák.




Þessi sem sést í baksýn skildi ekkert í því að ég skyldi ekki taka mynd af hans hjóli sem einnig var þarna og fór í fússi.

En þá að máli málanna: hvað varð um Bó? en hundinn hans?

#4

Wednesday, November 18, 2009

Veraldar-roadtrip

Átti fund með Mola um daginn..! Ræddum draum okkar að ferðast á fákum einhversstaðar í veröldinni. MArgar hugmyndir duttu inn:

Suður frá L.A. og þá í gegnum Mexíkó. Reyndar 50/50 hvort maður komist í gegn.
Milli stranda í USA..
Evrópa...
Finnland og niður til Aþenu...
Afríka....

Sammála vorum við að gott væri að hafa góðan undirbúningsfrest á þessu. Þó ekki væri nema til að fjármagna herlegheitin. Mars 2011 varð ofaná.

Svo geta menn náttlega verslað þennan ef þeir eru orðnir of ruglaðir:
http://blyfotur.is/viewtopic.php?t=5591

"Life is all about memories, without them you can go fuck yourself"

Kveðja, Moli #4

Monday, November 16, 2009

Saturday, June 13, 2009

Friday, May 1, 2009

#3

"ætti að geta dundrað nokkrum myndum fljotlega"

Þetta ritaði meðlimur númer þrjú á síðuna fyrir allnokkru. Ég spyr rétt einsog fleiri:

Hvað á maður að bíða bíða lengi. Maður hefur ósjaldan valhoppað heim úr vinnunni í von um glóðvolgar fréttir af Mola nr. 3 á fögrum fák á evrópskum og erótískum grundum með drullusvala svínaflensugrímu og opinn hjálm.

Þetta brennur á vörum okkar allra. Nema náttlega á Mola nr. 3

Tuesday, March 17, 2009

Vor í lofti......

.....áhugi á sporti
ekki króna í veski
því ekkert í gangi...

Gaman aðessu. Svona Neverending story fílingur í laginu sem fær mann til að dreyma um eitthvað.
Annars flaug ég frá París til Dakar um daginn og hef rankað við mér yfir youtube myndböndum síðan. Tók rétt rúma fimm tíma að fljúga þetta þannig að ég sé nú ekki alveg hvað the fuzz is about.
En hvað er annars í gangi?
Einhver ný tattoo eða...?
Verið að tune-a...? breyta? bæta?
....slagsmál?

Thursday, February 19, 2009

ef breyt er gott þá er breyðar betra

Þetta er fyrsti V-rodinn sem var modaður á 300 aftur dekk


Saturday, February 14, 2009

Jæja þá er yngsti molinn orðinn 30 ára. Litli kjúklingavængurinn okkar. Þrátt fyrir harða leðurframkomu vissum við molarnir alltaf að innst inni var bara lítill drullupjakkur sem framkvæmdi til að falla í hópinn. Við hinir vitum líka hversu gríðarleg breyting það er að verða þrítugur.
Þessari skemmtilegu mynd náði ég af kauða í einum af okkar síðustu reiðtúrum áður en afmælisbarnið skipti fák í pickup. Þarna sjálst gamli tíminn og nýi tíminn. Brennivínið og óreglan sem hann snéri sér að öll árin og svo í bakgrunni hinn nýi lífstíll drengsins, mass factor dunkar og slíkar vörur.
Auðvitað sendum við drengnum beztu afmælisóskir þó hann hafi náttúrulega verið gríðarlega umdeildur moli.
En einsog hann náði fram á stofnfundinum:
"einu sinni moli, ávallt moli"
Góðar stundir
kv. Steini Ha

Monday, February 2, 2009

Vow you motherfucking maggot maður


Þá er ég kominn með markmið í lífinu...

Steini Ha..

Saturday, July 12, 2008

Hergill strikes again...


Við Hergill riðum um strætin the other day. Það er skemmst frá því að segja að ég sá aldrei til sólar í þeim túrnum. Lætin í fák hans gerðu lítið úr pústi mínu sem hingað til hefur verið hampað í hásterkt. Einnig ók drengurinn einsog enginn væri morgundagurinn en það er nú varla til frásagnar enda um mola að ræða.

Enn legg ég til að Hrannar verði tekinn í brók á næsta fundi og það á palli Frontiersins. Þetta er ekki pallbílaklúbbur andskotinn hafi það.

e.

Thursday, July 3, 2008

ástæða að það hafi ekki mikið heyrst í mér

þar sem ég er svo hrikaleg upptekkin að hjóla þá duga ekki eitt hjól lengur og hef ég tekkið eitt í fóstur til að hlífa úlfinum og svo er bara keyrt og keyrt svona fyrir ykkur sem langar að hjóla þá er ég í simaskráni ekki vera hiss að ég svari ekki þar sem ég er ekki með hand frjálsan á hjólinu :-)




Friday, May 23, 2008

SPURNINGALEIKURINN: har du svaret???

Spurt er um fylki. Fylkið er í landinu sem hjólið er frá....!!!
...en hvert er fylkið?


Nú er Hrannar fluttur til Frakklands. Það verður sjónarsviptur af kauða.....
.....eða hvað? Hann var jú búinn að gefa okkur Molunum puttann þegar hann skipti fögrum fák sínum í farartæki sem ég kann hreinlega ekki að nefna. Líkist helst traktor, slík er stærðin áessu. Megi hann þó hafa það ágætt í útlandinu og hann er líklegast velkominn aftur í klúbbinn ef hann fák sér fær.
Jæja, hafiuða gott,
kveðja,
Steini ha

Tuesday, May 6, 2008

Fortíðarflaga

Úr safni MolatovLeðrið reimað utan á líkamann fyrir lokalegginn til Akureyrar. Þetta mun vera eina ferð meðlima út fyrir Rangársýsluna. Ömurlegur árangur en líklega seint toppað. Þó berast fregnir af netvafri Hrannars sem gæti reynst klúbbnum sem adrenalín sprauta en Hrannar hefur löngum þótt gríðarlega félagslyndur náungi. Drifkraftur hans gæti skilað sér í ferð um meginland Evrópu. Ég nefni suður Frakkland og austur Spán í því sambandi.
Nú þegar sól fer hækkandi og hjól Bo er loks orðið gangfært mæli ég með hópþeysireið innan fárra daga. Væri ekki amalegt að spóka um og sóla sig í Biskupstungum um helgina.
Að lokum legg ég til að Frontier-inn verði lyklaður áður en vikan er úti.

Sunday, May 4, 2008

Forn frægð.................



Eg er buinn ad leita mer ad hjoli.. og þykist buinn finna mer einn fák sem er ekkert skemmdur .. vonandi verdur hjolid mitt.. kemur i ljos 8 Maí