Tuesday, May 6, 2008

Fortíðarflaga

Úr safni MolatovLeðrið reimað utan á líkamann fyrir lokalegginn til Akureyrar. Þetta mun vera eina ferð meðlima út fyrir Rangársýsluna. Ömurlegur árangur en líklega seint toppað. Þó berast fregnir af netvafri Hrannars sem gæti reynst klúbbnum sem adrenalín sprauta en Hrannar hefur löngum þótt gríðarlega félagslyndur náungi. Drifkraftur hans gæti skilað sér í ferð um meginland Evrópu. Ég nefni suður Frakkland og austur Spán í því sambandi.
Nú þegar sól fer hækkandi og hjól Bo er loks orðið gangfært mæli ég með hópþeysireið innan fárra daga. Væri ekki amalegt að spóka um og sóla sig í Biskupstungum um helgina.
Að lokum legg ég til að Frontier-inn verði lyklaður áður en vikan er úti.

2 comments:

Næturvörður said...

http://www.mbl.is/mm/sport/motokross/2008/03/18/motocrossbraut_samthykkt_i_mosfellsbae/

Anonymous said...

ég er game spurnig hvort úlfurin verði komin saman er i major front fork modi en ég kem þá bara á VRSCA í staðin