Saturday, February 14, 2009

Jæja þá er yngsti molinn orðinn 30 ára. Litli kjúklingavængurinn okkar. Þrátt fyrir harða leðurframkomu vissum við molarnir alltaf að innst inni var bara lítill drullupjakkur sem framkvæmdi til að falla í hópinn. Við hinir vitum líka hversu gríðarleg breyting það er að verða þrítugur.
Þessari skemmtilegu mynd náði ég af kauða í einum af okkar síðustu reiðtúrum áður en afmælisbarnið skipti fák í pickup. Þarna sjálst gamli tíminn og nýi tíminn. Brennivínið og óreglan sem hann snéri sér að öll árin og svo í bakgrunni hinn nýi lífstíll drengsins, mass factor dunkar og slíkar vörur.
Auðvitað sendum við drengnum beztu afmælisóskir þó hann hafi náttúrulega verið gríðarlega umdeildur moli.
En einsog hann náði fram á stofnfundinum:
"einu sinni moli, ávallt moli"
Góðar stundir
kv. Steini Ha

2 comments:

Anonymous said...

gott að molablogg er aftur byrjað að rúlla en slæmt að flesstir molarnir eru hættir að rúlla

kv Hergill
sem hyggur á evróputúr í sumar.....

Anonymous said...

nei djöful er að gerast hér nýtt innleg ég er orðlaus og það hlýtur að vera í fyrsta skifti

Kv
Bo